Blóðug átök tveggja kvenna í fjölbýlishúsi á Selfossi

Lögregla var kölluð með hraði að fjölbýlishúsi á Selfossi á föstudagskvöld vegna yfirstandandi blóðugra átaka tveggja kvenna.

Þarna hafði kona komið að heimsækja fyrrum unnusta sinn til að gera einhverjar athugasemdir við gjörðir hans.

Hún lenti upp á kant við núverandi unnustu mannsins og fengu báðar konurnar minniháttar áverka sem hlutust af hárreitingu og klóri.