Blóðslettur á vettvangi

Á tímabilinu frá 22. apríl síðastliðinn til 26. apríl var brotist inn í sumarhús á Stokkseyri og þaðan stolið 32” flatskjá. Innbrotsþjófurinn hafði brotið rúðu með því að kasta blómakeri í hana.

Blóðslettur voru hér og þar í húsinu sem bendir til að þjófurinn hafi skorist við að fara inn um gluggann.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið.