Blindaðist á blindhæð

Bifreið valt við Kötlugarðinn austan við Vík um kl. 9:10 á föstudagsmorgun. Ökumaður var einn í bifreið sinni og slapp nær ómeiddur.

Hann var á leið austur þjóðveginn og á blindhæð, sem er á Kötlugarðinum austan við Höfðabrekku, mætti hann flutingabifreið sem var með háu ljósin kveikt. Ökumaðurinn blindaðist af ljósunum og ók útaf veginum.

Ökumaður flutingabifreiðarinnar hefur sennilega ekki orðið var við þetta því hann nam ekki staðar.

Lögreglan á Hvolsvelli bendir ökumönnum á að lækka háu ljósin tímanlega er bifreiðar mætast og gott er að venja sig á að lækka ávallt ljós við hæðir þar sem óvíst er hvort bifreið er að koma á móti.

Fyrri grein700 lítrum af hráolíu stolið
Næsta greinVilja bæta öryggi og aðstöðu í Reykjadal