Bláskógaskóli er nafnið á sameinuðum skóla

Bláskógaskóli er nafn á sameinuðum leik- og grunnskóla í Bláskógabyggð. Skólinn er nú fyrir nemendur frá 1-15 ára.

Eftir sameiningu leikskólans og Grunnskóla Bláskógabyggðar var blásið til nafnasamkeppni og barst á annan tug nafna í keppnina.

Stýrihópur, skólaráð og fræðslunefnd fóru yfir nöfnin og völdu þrjú nöfn sem kosið var um. Allir nemendur skólans og leikskólans Álfaborgar höfðu atkvæðisrétt auk starfsfólk skólans. Niðurstaðan var Bláskógaskóli.

Tveir þátttakendur sendu inn nafnið Bláskógaskóli en það voru systkinin Arnar Páll, Lára Björk og Auður Pétursbörn á Laugarvatni og Sigríður Egilsdóttir á Vatnsleysu.

Fyrri greinVetrardeild Hamars
Næsta greinSelfoss í 3. sæti á RIG