Bláskógabyggð styður við félagsstarf eldri borgara

Helgi Kjartansson oddviti ásamt Halldóri Benjamínssyni og Fanneyju Gestsdóttur frá 60 plús á Laugarvatni. Ljósmynd/Bláskógabyggð

Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur gert samninga við Félag eldri borgara í Biskupstungum og 60 plús á Laugarvatni um umsjón félaganna með fundum félagsmanna og félagsstarfi.

Bláskógabyggð leggur til húsnæði til félagsstarfsins eða greiðir húsnæðiskostnað, og greiðir hvoru félagi um sig fast framlag á hverju ári til félagsstarfs.

Vegna covid-faraldursins hafa félögin fundað stopult síðustu misserin, en nú er félagsstarfið komið í blóma og gafst þá tækifæri til að undirrita samningana.

Helgi ásamt Geirþrúði Sighvatsdóttur og Elínu Siggeirsdóttur frá Félagi eldri borgara í Biskupstungum. Ljósmynd/Bláskógabyggð
Fyrri greinNý hugsun – gjaldfrjáls kennsla
Næsta greinSterk liðsheild til forystu í Sveitarfélaginu Árborg