Blásið til jólaskreytingakeppni í Hveragerði

Ljósmynd/Hveragerðisbær

Á jólafundi menningar-, íþrótta- og frístundanefndar Hveragerðisbæjar var ákveðið að efna til jólaskreytingakeppni á meðal bæjarbúa.

Viðurkenningar verða veittar fyrir mest og best skreyttu íbúðarhúsin. Dómnefnd tilkynnir vinningshafa þann 18. desember. Einnig fá íbúar að tilnefna á vef Hveragerðisbæjar það hús sem þeim finnst best skreytt. Það hús sem fær flestar tilnefningar fær vinsældarverðlaun.

Það er því tilvalið fyrir Hvergerðinga að bæta á skreytingarnar og jólaljósin um helgina áður en dómnefndin fer á stjá í næstu viku. Það er ljóst að nefndin á erfitt starf yfir höndum því mikið er lagt í jólaskreytingar í ár.

Íbúar eru hvattir til að ganga eða keyra um bæinn til að skoða jólaskreytingarnar hjá hvort örðu og leggja inn tilnefningar.

Fyrri greinFiskvængirnir slá í gegn
Næsta greinÉg er örlítill grenjandi minnihluti