Blásið til undirritunar

Fyrr í desember skrifuðu Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Ingunn Gunnarsdóttir, formaður Lúðrasveitar Selfoss, undir þjónustusamning milli þessara tveggja aðila.

Samningurinn felur í sér framlag frá sveitarfélaginu í formi rekstrarstyrks til lúðrasveitarinnar en á móti spilar sveitin á nokkrum viðburðum í sveitarfélaginu á hverju ári. Sveitin kemur til að mynda að sumardeginum fyrsta, 17. Júní hátíðarhöldunum og fleiri viðburðum.

Samningurinn gildir út árið 2013 með möguleika á framlengingu.

Fyrri greinMB verktak bauð best
Næsta greinSelfoss samþykkir tilboð Start í Babacar