Björt kosin formaður Bjartrar framtíðar

Björt Ólafsdóttir frá Torfastöðum í Biskupstungum var kjörin formaður Bjartrar framtíðar á aukaársfundi flokksins í Reykjavík í dag.

Björt var sú eina sem gaf kost á sér til embættisins og var því sjálfkjörin.

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var kjörin stjórnarformaður flokksins með 55% atkvæða, en þrír voru í framboði.

Á fundinum var einnig rætt um framtíð Bjartrar framtíðar þar á meðal sveitastjórnakosningar á næsta ári, innra starf flokksins og framtíðarsýn. Í tilkynningu frá flokknum segir að mikill einhugur hafi ríkt á fundinum og ljóst að enn er mikill hugur í fólki að halda starfi Bjartrar framtíðar áfram.

Björt Ólafsdóttir er fædd á Torfastöðum 2. mars 1983. Maki hennar er Birgir Viðarsson og saman eiga þau þrjú börn.

Hún hefur setið sem alþingismaður fyrir hönd Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan 2013. Hún hefur verið formaður þingflokks Bjartrar framtíðar frá 2016 og var -og er – umhverfis- og auðlindamálaráðherra á síðasta kjörtímabili.

Fyrri greinHamar steinlá heima
Næsta greinRichardson með 53 stig gegn Blikum