Björt framtíð leggur grunn að framboði

Björt framtíð heldur kynningarfund í Eldhúsinu að Tryggvagötu 40 á Selfossi í kvöld kl. 20. Tilgangur fundarins er að leggja grunn að framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Allir þeir sem vilja bjóða íbúum Árborgar uppá bjarta framtíð eru hvattir til að mæta. Heiða Kristín Helgadóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og alþingismennirnir Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson mæta á fundinn og munu deila reynslu sinni, styrk og von, eins og segir í tilkynningu.