Björn Lár ekki hættur við framboð

„Við höfum ekkert hætt við framboð, þótt Björn Ingi verði ekki með,“ segir Björn S. Lárusson, einn þeirra sem unnið hafa að óháðu framboði í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Eyrbekkingurinn Björn Ingi Bjarnason, sem var í hópnum, hefur tilkynnt að honum finnist ekki grundvöllur fyrir framboði og muni ekki standa að því.

Björn Lárusson segir að þrátt fyrir að komið sé fram í apríl, sé enn langur tími til stefnu og ekki liggi á að kynna listann. Margir séu hinsvegar áhugasamir. „Albert Guðmundsson tók sér fjóra daga í þetta, og gekk vel,” sagði Björn í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.

Fyrri greinHljóðneminn til Þorlákshafnar
Næsta greinStefán Ragnar til reynslu hjá Monaco