Björn í Úthlíð sæmdur riddarakrossi

Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð í Biskupstungum, var einn tólf Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.

Björn var sæmdur riddarakossi fyrir félagsmálastörf og uppbyggingu ferðaþjónustu.

Þegar ferðaþjónusta bænda var stofnuð var Björn í stjórn hennar fyrstu þrjú árin og síðan formaður félagsins í 3 ár og leiðandi í því starfi. Árið 1978 hófu þau Björn og Ágústa heitin Ólafsdóttir, kona hans, ferðaþjónustu í Úthlíð sem fyrir löngu er orðin landsþekkt.