Björn G. Snær yfirlæknir

Björn G. Snær Björnsson gegnir nú stöðu yfirlæknis í Rangárþingi, í fjarveru Þóris B. Kolbeinssonar sem minnkaði starfshlutfall sitt tímabundið í 50% frá og með 1. febrúar sl.

Björn er Rangæingum af góðu kunnur en hann hefur um árabil starfað sem læknir í Rangárþingi.

Auk Björns munu læknarnir Þórarinn Þorbergsson og Sveinn M. Sveinsson starfa áfram í Rangáþingi.