Bjórkútum stolið á Hellu

Vikan var nokkuð róleg hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Þó voru 32 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, en sá hraðasti mældist á 140 km/klst.

Tvö umferðarslys urðu í umdæminu en bifreið valt austan við Rauðaberg og var farþegi fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Á föstudeginum valt svo bifreið við Skóga en sluppu allir með minniháttar meiðsl. Má þakka bílbeltum um að ekki fór verr í þessum slysum.

Brotist var inn á veitingastað á Hellu aðfaranótt sunnudags og tveimur kútum af bjór stolið. Ef einhverjir hafa upplýsingar sem nýst geta lögreglu um það mál eru þeir beðnir að hafa samband í síma 488-4110 eða senda tölvpóst á hvolsvollur@logreglan.is

Fyrri greinMöguleg sameining kynnt aðildarsveitarfélögum
Næsta greinLögreglustjórinn í hálendiseftirliti