Björgvini ekki stefnt

Fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis, Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verður ekki stefnt fyrir Landsdóm samkvæmt niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis.

35 þingmenn greiddu atkvæði gegn því að Björgvini yrði stefnt fyrir landsdóm en 27 þingmenn vildu að honum yrði stefnt. Mörður Árnason greiddi ekki atkvæði.

Fyrri greinSvandís lýsir sig vanhæfa
Næsta greinUndirbúningur Safnahelgar hafinn