Björgvin ráðinn fjármálastjóri í Bláskógabyggð

Björgvin Guðmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn fjármálastjóri Bláskógabyggðar.

Í framhaldi af breytingum á skipuriti sveitarfélagsins var staða fjármálastjóra auglýst laus til umsóknar í júní og bárust fimm umsóknir.

Björgvin, sem er viðskiptafræðingur, hefur starfað sem verkefnastjóri hjá KPMG á Selfossi og í Reykjavík um árabil, þar sem helstu verkefni hans hafa snúið að reikningsskilum, ársreikningsgerð, fjárhagsáætlanagerð og annarri þjónustu við sveitarfélög.

Eyrbekkingurinn Björgvin býr með fjölskyldu sinni á Selfossi.

Fyrri greinSara og Páll í framkvæmdastjórn Set
Næsta greinSeldist upp á fjórum klukkustundum