Björgvin gefur áfram kost á sér

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, hyggst bjóða sig fram til áframhaldandi þingsetu fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta vor.

Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is en Björgvin er oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.

Samfylkingin fékk þrjá þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum en auk Björgvins eru það Oddný G. Harðardóttir efnahags- og fjármálaráðherra og Róbert Marshall.

Ekki liggur fyrir hvort Oddný hyggst gefa áfram kost á sér en Róbert tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að bjóða sig fram í Reykjavík fyrir næstu kosningar.