Björgunarsveitir upplýsa ferðamenn

Björgunarsveitir Landsbjargar eru við sex staði við rætur hálendisins umhverfis Mýrdalsjökul, við Dómadalsleið, Landmannaleið, Öldufellsleið, Fjallabaksleið syðri við Gunnarsholt, í Skaftárdal við Gröf og við Þórólfsfell í Fljótshlíð.

Hóparnir hafa það hlutverk upplýsa ferðamenn um stöðu mála vegna jökulhlaupsins undan Mýrdalsjökli og vera til aðstoðar ef á þarfa að halda fyrir ferðamenn. Hóparnir verða á þessum stöðum þar til seint í kvöld og lengur ef þurfa þykir.

Fyrir eru fjórir hópar í Hálendisvakt björgunarsveita á Kjalvegi, í Landmannalaugum, við Öskju og á Sprengisandsvegi og má því segja að björgunarsveitir standi vaktina á tíu stöðum á hálendinu ferðamönnum til aðstoðar og upplýsinga.