Björgunarsveitir sækja göngufólk í Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitarfólk frá Suðurlandi er nú á leið að skálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum. Þar eru tveir fullorðnir einstaklingar ásamt tveimur börnum sem hafa beðið um aðstoð.

Fólkið hafði ætlað sér að ganga umhverfis Kerlingarfjöll, um 50 km leið en rysjótt veður og ár sem þarf að vaða eru farartálmar og treystir fólkið sér ekki lengra. Þau bíða björgunarfólks í Klakki.

Fyrri greinSunnlenskir einsöngvarar á fyrstu tónleikum Engla og manna
Næsta grein„Markaðurinn verður æðislegur“