Björgunarsveitir og þyrla kölluð út

Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri hafa verið kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil í Friðlandinu að Fjallabaki rétt eftir klukkan 18:00. Tveir menn voru á göngu þegar þeir fellu báðir út í.

Annar þeirra komast upp úr af sjálfsdáðum en hinn maðurinn ekki.

Fjölmargir björgunarsveitarbílar eru farnir af stað með leitarfólki og fleiri eru að undirbúa sig til farar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig farin af stað og er reiknað með að hún verði á slysstað upp úr klukkan 19:00