Björgunarsveitir kallaðar út

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út tvisvar sinnum í dag vegna foktjóns.

Í Þorlákshöfn höfðu fánastöng og fiskikör fokið og á Hellu þurfti að koma matarvagni í skjól vegna veðurs.

Mjög slæmt veður er um allt land og hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum, Akranesi og Akureyri sinnt útköllum í dag.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og mjög slæmt ferðaveður. Þjóðvegur 1 er lokaður frá Markarfljóti að Vík vegna veðurs og einnig frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Ekkert ferðaveður er á svæðinu.

Fyrri greinFimmtíu útköll vegna sinubruna í Árnessýslu
Næsta greinÓlafía sæmd fálkaorðunni