Björgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla

Björgunarsveitarfólk við störf í Þrengslunum í kvöld. Ljósmynd: Björgunarsveitin Björg/Ægir Guðjónsson

Björgunarsveitafólk fékk kærkomna hvíld þegar óveðrinu slotaði í dag, eftir annasama helgi. Sú hvíld stóð ekki yfir lengi fyrir björgunarsveitir á Suðurlandi.

Þegar dagur var að kvöldi komin fóru að berast útköll vegna veðurs á Suðurlandi. Að þessu sinni er um ræða aðstoðarbeiðnir vegna ófærðar, tilkynningar hafa borist um fasta bíla við Hvolsvöll, nokkra bíla í Þrengslunum og klukkan átta í kvöld voru björgunarsveitir sendar úr Reykjavík vegna fastra bíla við Litlu kaffistofuna.

Hellisheiðin er búin að vera lokuð í allan dag og verður líklega ekki opnuð í kvöld. Þrengslin eru opin en þar er færð tekin að þyngjast, með hvassviðri og stórhríð.

Fyrri greinNýráðningar hjá Icelandic Water Holdings
Næsta greinSjór gengur á land á Stokkseyri og Eyrarbakka