Björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar

Björgunarsveitir úr Vík, Grímsnesi og Hveragerði hafa verið á ferðinni í dag til að aðstoða vegna veðurs og færðar.

Björgunarsveitin Víkverji í Vík var fergði þakplötur sem losnuðu af hlöðu við Eyjarhóla. Björgunarsveitin Tintron í Grímsnesi dró upp rútu sem sat föst þversum á veginum fyrir Kaldárhöfða en hún var á leið að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum til að draga upp bíl sem sat þar fastur og hindraði mokstur.

Þá er Hjálparsveit skáta í Hveragerði er á leið á Hellisheiði þar sem tveir bilar eru fastir við afleggjarann inn að Hellisheiðarvirkjun. Að sögn þeirra sem þar bíða er bílana að fenna í kaf.