Björgunarsveitir í óveðursútköllum

Björgunarfélag Árborgar og Flugbjörgunarsveitin á Hellu hafa fengið útköll í dag til að aðstoða húseigendur í veðrinu sem nú gengur yfir.

Í báðum tilvikum var um að ræða þakplötur eða þakklæðningu sem var að losna af húsum.

Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðaustanátt fram á kvöld, 18-25 m/s og dálítil slydda eða snjókoma. Í kvöld verður vindáttin austlægari með rigningu og 2-6°C hita.

Suðaustan og austan 15-23 í fyrramálið og rigning, en dregur úr vindi síðdegis á morgun.

Fyrri greinFleiri verkefni til sýslumanns
Næsta greinÞórsarar úr leik í bikarnum