Björgunarsveitir fljótar á slysstað að Fjallabaki

Hinn slasaði fluttur um borð í þyrluna. Ljósmynd/Kári Rafn Þorbergsson

Kl. 12:35 í dag bárust Neyðarlínunni boð um vélsleðaslys í grennd við Dalakofa í Reykjadölum að Fjallabaki.

Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli brugðust skjótt við enda voru vélsleðahópar frá báðum sveitunum staddir við æfingar í Tindfjöllum. Auk þess fóru sex björgunarsveitajeppar af stað úr byggð og tóku sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands með sér.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð til. Sleðahópur FBSH og Dagrenningar kom fyrstur á vettvang og hlúði að hinum slasaða uns þyrlan lenti á vettvangi um 20 mínútum síðar.

Fyrri greinSjö í einangrun á Selfossi
Næsta greinHárfínn munur á lægstu tilboðunum