Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn við Skjaldbreið

Frá útkallinu í nótt. Ljósmynd/Tintron

Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi og Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum voru kallaðar út um kl. 23 í gærkvöldi til þess að aðstoða ökumenn fjögurra bíla sem voru í vandræðum austan í Skjaldbreið.

Björgunarsveitir voru komnar að bílunum kl. 00:45 í nótt og þá var hafist handa við að koma þeim á sama stað og í framhaldinu var hópnum fylgt að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.

Á Facebooksíðu Tintron kemur fram að heimkoma björgunarsveitarmanna hafi verið um klukkan fimm í morgun.

Fyrri greinGul viðvörun: Ekkert ferðaveður
Næsta greinUppfært í appelsínugula viðvörun