Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn í Þingvallasveit

Björgunarsveitir við gatnamót Þingvallavegar og Kjósarskarðsvegar í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu aðstoðuðu ökumann sem var í vandræðum austast í Þingvallasveit í dag á gatnamótum Þingvallavegar og Kjósarskarðsvevar.

Sveitirnar voru upphaflega kallaðar út vegna þæfingsfærðar á Mosfellsheiði þar sem lítil rúta og fólksbíll sátu föst og ruðningstæki Vegagerðarinnar komust ekki áfram vegna þeirra.

Þegar björgunarsveitir voru komnar á staðinn virtist sem upphaflega verkefnið hefði leyst af sjálfu sér, því engin rúta fannst í vandræðum. Hins vegar fundu þeir fastan bíl á mótum Þingvallavegar og Kjósarskarðsvegar og þegar hann var kominn upp á veg sneru björgunarsveitirnar við og aðstoðuðu á heimleiðinni ökumenn sem voru í vandræðum í Kjósinni.

Fyrri greinAlltaf svo hátíðlegt þegar pabbi opnaði jólakortin og las upphátt
Næsta greinGísli á Uppsölum var eftirminnilegur