Björgunarstörf gengu vel

Störf björgunarsveita hafa gengið vel á öskufallssvæðinu í dag. Um 100 manns frá björgunarsveitum á Hvolsvelli, höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu hafa tekið þátt.

Aðallega er um að ræða smölun á fé og hrossum og aðra aðstoð við bændur. Einnig hafa sveitir verið í flutningi á vatni, þær hafa límt fyrir glugga, þétt hús og þrifið.

Árangur smölunar var nokkuð góður, mikið af fé og hrossum náðist í hús. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu reyndist ástandið á búpeningnum mun betra en búist hafði verið við.