Björgunarfélagið kaupir Tryggvabúð

Björgunarfélag Árborgar hefur keypt Tryggvabúð, aðstöðu félagsins í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, af Sveitarfélaginu Árborg. Kaupsamningurinn var undirritaður í dag.

Aðstaða björgunarfélagsins er um 720 fermetrar og kaupverðið er 48,2 milljónir króna.

Að sögn forráðamanna félagsins eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir björgunarsveitarfólk og léttir að húsnæðismálin séu komin á hreint. Kaupin hafa átt nokkuð langan aðdraganda en félagsmenn geta nú einbeitt sér að því að fullklára húsnæðið. Stefnt er að því að það verði fullbúið á næsta ári.

Neyðarlínan mun sömuleiðis hafa aðstöðu í húsinu og skrifaði Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, undir samning þess efnis í dag.

Fyrri greinHveragerði í átta liða úrslit
Næsta greinMargir útaf en enginn slasaður