Björgunarfélagið fékk nýtt sjónvarp að gjöf

Samsungsetrið gaf Björgunarfélagi Árborgar á dögunum glæsilegt 48" LED sjónvarp. Sjónvarpið mun nýtast vel sem upplýsingaskjár í hússtjórnaraðstöðu félagsins.

Þar verður skjárinn notaður til að koma upplýsingum um útköll, staðsetningu og fleira til björgunarmanna á leið í útköll.

Sjónvarpið mun leysa af hólmi eldri og minni skjá, sem mun nú nýtast í félags og námskeiðs aðstöðu björgunarfélagsins.

Fyrri greinAðgerðaráætlun á HSu vegna ebólu
Næsta greinEllefu héraðsmet slegin um helgina