Björgunarfélagið kallað út vegna fjúkandi tjalda

Björgunarfélag Árborgar var kallað út síðdegis í dag vegna tjalda á landsmóti UMFÍ sem voru að fjúka. Um er að ræða samkomutjöld af stærri gerðinni og þurfti því nokkurn mannskap til verksins.

Björgunarsveitarmenn festu tjöldin og settu á þau farg.

Slysavarnafélagið Landsbjörg vill beina því til fólks að skoða sérstaklega vel veðurspá næstu sólarhringa en spáð er leiðinlegu ferðaveðri. Ferðalangar ættu að huga vel að tjöldum og ferðavögnum.

Ökumenn með ferðavatna ættu að sýna sérstaka gát í grennd við fjöll á Suður- og Suðvesturlandi.

Fyrri greinSetningarathöfn landsmótsins færð í Vallaskóla
Næsta grein„Hef ekki farið inn í hringinn í tíu ár“