Björguðu tveimur nautgripum upp úr haughúsi

Ljósmynd/Aðsend

Björgunarsveitarmenn frá fjórum björgunarsveitum voru kallaðir út í morgun til að bjarga tveimur nautgripum sem fallið höfðu ofan í haughúskjallara á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu.

Útkallið barst laust eftir klukkan 11 í morgun og þurftu björgunarsveitarmenn að vaða mykjuna upp að mitti til að bjarga gripunum. Verkið gekk vel þó að það hafi verið nokkuð tímafrekt en því lauk nú um miðjan dag. Nautgripunum virðist ekki hafa orðið meint af óförunum.

Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Sigurgeiri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum, Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi og Björgunarfélagi Árborgar á Selfossi svöruðu kallinu en alls komu átta manns að verkinu og notuðu meðal annars gröfu til þess að hífa gripina upp.

Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinLeikurinn hófst í Hveragerði en lauk í Kópavogi
Næsta greinSektaður um 350 þúsund krónur vegna brots á sóttvarnarreglum