Björguðu sauðfé upp úr haughúsi

Aðstæður á vettvangi. Ljósmynd/Tintron

Síðastliðinn fimmtudaginn barst Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi útkall, þar sem gólf hafði gefið sig í fjárhúsi og fé fallið með því ofan í haughús.

Fjórir félagar í Tintron voru komnir á staðinn fljótt eftir að kallið barst.

Alls höfðu 22 kindur og hrútar fallið niður um gólfið og tókst að ná átján þeirra upp á lífi, en fjórar höfðu orðið undir og voru án lífsmarks.

Fyrri greinHandtekinn eftir eftirför á Suðurlandsvegi
Næsta greinStúlkan fannst heil á húfi