Björguðu fjölskyldu sem var föst á Uxahryggjarvegi

Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Björgunarsveitarfólk frá Björgunarfélagi Biskupstungna og Björgunarfélagi Árborgar aðstoðuðu í nótt fjölskyldu sem hafði fest bíl sinn á Uxahryggjarvegi, fyrir norðan Þingvelli.

Hvor sveit sendi einn bíl á vettvang og gekk vel að aðstoða fólkið. Í bílnum var þriggja manna fjölskylda, eitt barn og konan ófrísk. Vel gekk að koma fólkinu til byggða en bíllinn þeirra var orðinn bensínlítill.

Fyrri greinLélegt skyggni á Hellisheiði
Næsta greinHSK/Selfoss sigraði á Meistaramóti Íslands í frjálsum 11-14 ára