Björguðu ferðamönnum úr á á leið í Þórsmörk

Þórsmörk. Ljósmynd/Hreinn Óskarsson

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út um klukkan hálfsex í dag vegna ferðamanna sem höfðu fest bíl sinn í á á leiðinni í Þórsmörk.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að ferðafólkið var ekki í einni af stærri ánum á svæðinu en fólkið beið björgunar í bíl sínum og varð ekki meint af.