Björguðu ferðamanni úr sjálfheldu í Þakgili

Frá útkallinu í kvöld. Ljósmynd/Landsbjörg

Klukkan 20:30 í kvöld barst Neyðarlínunni símtal frá erlendum ferðamanni sem var á göngu inn af Þakgili, undir Mýrdalsjökli. Hann hafði farið út af gönguleiðinni, og var kominn í sjálfheldu og treysti sér ekki til að halda áfram.

Björgunarsveitir frá Vík í Mýrdal og Álftaveri voru kallaðar út til aðstoðar manninum. Nokkurn tíma tók að koma björgunarfólki inn í Þakgil um hægfarinn veg en sótt var að manninum úr tveimur áttum en staðsetning hans var ekki nákvæmlega vituð.

Það var svo á ellefta tímanum sem maðurinn fannst, en hann var orðinn nokkuð kaldur og hafði komið sér fyrir þar sem hann var vel skorðaður af. Björgunarfólk er nú að aðstoða hann til baka eftir gönguleiðinni inn í Þakgil.

Ljósmynd/Landsbjörg
Fyrri greinStokkseyringar komnir á blað
Næsta greinHótel Geysir styður við bakið á fimleikadeild Selfoss