Björguðu villtri bréfdúfu

Verkefni björgunarsveitanna eru mjög fjölbreytt en eitt sérstakasta verkefni ársins kom upp við Hveravelli í sumar þegar bréfdúfa lenti í vanda.

Félagar úr Björgunarsveitinni Blöndu á Blönduósi voru í hálendisgæslu rétt við Hveravelli þann 22. júlí þegar þau fundu bréfdúfu frá Selfossi sem villst hafði af leið.

Björgunarsveitarmennirnir tóku dúfuna í sínar hendur, gáfu henni að éta og höfðu uppi á eiganda hennar. Dúfunni var svo komið fyrir í kassa og send með rútu frá Hveravöllum á Selfoss þannig að stóra bréfdúfumálið fékk farsælan endi.

Fyrri greinSelfoss fékk Gróttu í bikarnum
Næsta greinHamar skellti Grindavík á útivelli