Björguðu pari í Þórsmörk

Í nótt voru Björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út til að leita að pari sem var á göngu yfir Fimmvörðuháls á leiðinni í Þórsmörk. Parið hafði þá villst af leið.

Fólkið hafði sjálft samband við neyðarlínuna um klukkan eitt í nótt og óskaði eftir aðstoð og í framhaldi að því voru björgunarsveitir ræstar út.

Fólkið fannst síðan rúmum tveimur tímum eftir að leit að því hófst og var það þá statt á gönguleiðinni yfir Útigönguhöfða, nokkur hundruð metra frá Heljarkambi.

Parið, sem var ágætlega búið og nestað, var í þokkalegu ástandi þegar það þrátt fyrir að hafa þá verið á 13 tíma göngu. Björgunarmenn fylgdu parinu fylgt niður í Þórsmörk.

Fyrri greinRífa upp sveitaballatónlistina
Næsta greinMeð því lægra á landinu