Björguðu hesti sem var frosinn fastur

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar lenti í óvæntu verkefni á meðan á fangaleitarflugi við Eyrarbakka stóð í gær.

Á flugi nálægt hesthúsunum á Eyrarbakka kom þyrluáhöfnin auga á hross sem var frosið fast í tjörn. Ákveðið var að lenda til að láta bændur á nærliggjandi bæ vita. Var svo flugi haldið áfram.

Skömmu síðar sá áhöfnin bændurna vera að leita að hestinum og var því ákveðið að lenda hjá þeim og voru þeir ferjaðir að staðnum. Vel gekk að losa hestinn og ná honum á þurrt.

Fyrri greinEldur í bíl á Selfossi
Næsta greinRétta jólastemmningin