Björguðu fastri flugvél

Verkefni björgunarsveitanna eru ólík eins og þau eru mörg, en Flugbjörgunarsveitin á Hellu stóð undir nafni í dag þegar hún bjargaði fastri flugvél.

Sveitin fékk tilkynningu um flugvél sem sat föst í bleytu á flugvelli við Rangárvallaveg í nágrenni Gunnarsholts.

Flugbjörgunarsveitin sendi bíl á staðinn með fullfermi af mannskap sem leysti málið á skammri stund og hafði gaman af.