Björg byggir aðstöðuhús

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka um að sveitin byggi aðstöðuhús fyrir tjaldsvæðið á Eyrarbakka.

Ráðgert er að húsið verði tilbúið í lok þessa árs og tekið í notkun næsta vor, þegar tjaldsvæðið opnar.

Björgunarsveitin Björg hefur haft umsjón með tjaldsvæðinu á Eyrarbakka í nokkur ár og hefur aðstaðan þar batnað ár frá ári. Aðsókn í sumar var með ágætum þrátt fyrir vætutíð.

Fyrri greinBúið að upplýsa þjófnaðinn á Geysi
Næsta greinMeira en hálf milljón ferðamanna í Rangárþingi eystra