Bjór með bensíninu á Olís

Olís ætl­ar að bjóða upp á bjór á bens­ín­stöðvum sín­um á Selfossi og Hellu um verslunarmannahelgina.

Þjóðhátíðarstemmn­ing verður á bens­ín­stöðvum Olís í Norðlinga­holti, Sel­fossi og Hellu, þar sem skemmtikraft­ar koma fram og Tu­borg bjór verður til sölu.

Sig­ríður Hrefna Hrafn­kels­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri smá­sölu­sviðs hjá Olís, seg­ir um málið í Morg­un­blaðinu í dag að þetta sé gert í sam­starfi við Þjóðhátíðar­nefnd og Ölgerðina.

„Þess var óskað af hálfu Ölgerðar­inn­ar að mynd­um skoða hvort við gæt­um verið með Tu­borg bjór á boðstól­um á leiðinni til Vest­manna­eyja, vita­skuld aðeins fyr­ir farþega en ekki öku­menn,“ seg­ir Sig­ríður í samtali við Morgunblaðið.

Leyfið gild­ir tíma­bilið 28. júlí – 4. ág­úst frá kl. 11:30 til kl. 23:00.

Fyrri greinSelfossbíó fær vínveitingaleyfi
Næsta greinÆgir tapaði fyrir austan