Bjóða Suðurnesjamönnum í sund

Sundlaugin Laugaskarði. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Hveragerðisbær hefur ákveðið að bjóða íbúum á Suðurnesjum frítt í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði.

Boðið er í gildi frá og með deginum í dag og svo lengi sem það verður heitavatnslaust á Suðurnesjunum. Íbúar þaðan eru boðnir hjartanlega velkomnir í Laugaskarð.

Sundlaugin Laugaskarði er opin á virkum dögum frá 6:45 til 20:30 og um helgar frá 10 til 17:30.

Fyrri greinHrunamenn unnu Suðurlandsslaginn
Næsta grein„Það öskursungu þetta allir…“