Bjóða viðbyggingu við Lund út aftur

Ákveðið hefur verið að bjóða viðbyggingu við hjúkrunaheimilið Lund á Hellu út að nýju. Verkið hefur ekki farið af stað því skort hefur fjármagn af hálfu verkkaupa.

RÚV greindi frá því í gær að í vikunni hafi verktakanum Smíðanda á Selfossi, sem bauð lægst, sagt upp. Að sögn Bjarna Jóns Matthíassonar, umsjónarmanns eigna hjá Rangárþingi ytra, var ástæðan sú að Smíðandi hafði ekki skilað inn uppfærðu tilboði.

Þessu er Gestur Þráinsson, eigandi Smíðanda, ósammála. Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann að tilboðið hefði verið uppfært í samræmi við byggingarvísitölu. Því sé ekki rétt að það hafi ekki verið uppfært. Gestur segir að enginn rökstuðningur hafi fylgt tölvupósti þar sem tilkynnt var um að verkið yrði boðið út að nýju.

Björgvin G. Sigurðsson, sveitarstjóri Ásahrepps og stjórnarmaður hjá Lundi, sagði í samtali við sunnlenska.is að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum en stjórnin muni funda á mánudag. Að sögn Björgvins verður Gesti hjá Smíðanda boðið á fundinn til að ræða málin og fara yfir það.

UPPFÆRT 21:55

Fyrri greinSauðfé fjarlægt af bæ í Suðurumdæmi
Næsta greinFSu sneri við taflinu – Hamar tapaði