Bjóða sameiginlega út sorphirðu

Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa ákveðið að bjóða út sameiginlega sorphirðu í sveitarfélögunum.

Þetta er gert með tilliti til sóknarfæra í hagræðingu við framkvæmd og fjárfestingu við sorphirðuna.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lagði áherslu á síðasta fundi sínum að vinnu við útboðsgögn verði hraðað sem nokkur kostur er þannig að hægt verði að fara í útboð sem fyrst.