Bjarni ráðinn forstöðumaður þjónustustöðvar

Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustustöðvar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Hann mun hefja störf um næstu mánaðamót en meðal verkefna hans verða umsjón með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og eignum þess, Hann mun hafa yfirumsjón með sorpþjónustu og vinnuskóla, auk tilfallandi verkefna. Þar meðtalin minniháttar smíða og viðhaldsverkefni.

Bjarni er húsasmíðameistari að mennt, með byggingastjóraréttindi. Auk þess hefur hann lokið stjórnunarmenntun frá Endurmenntunarstofnun HÍ. Hann hefur víðtæka reynslu úr sinni iðngrein, auk stjórnunarreynslu. Hann var meðal annars fjármálastjóri hjá Krafti hf um átján ára skeið.

Bjarni sextugur að aldri, fæddur 1959 og er Lilja Svavarsdóttir eiginkona hans. Þau eiga þrjú uppkomin börn. Heimili þeirra er í Reykjavík, en þau huga að búferlaflutningum í Skeiða- og Gnúpverjahrepp innan tíðar.

Fyrri greinPétur afgreiddi KB í framlengingu
Næsta greinHeklukeppendur sigursælir á blakmóti unglinga