Bjarni Már dúxaði í FSu

Bjarni Már ásamt Örlygi Karlssyni, formanni Hollvinafélags FSu og Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttir, formanni skólanefndar FSu. Ljósmynd/FSu

Selfyssingurinn Bjarni Már Stefánsson er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn 2022. Alls brautskráðust 128 nemendur frá skólanum síðastliðinn laugardag.

Athöfnin var hin glæsilegasta, með tónlist, ræðuhöldum og fullum sal af fólki eftir tveggja ára Covid-athafnir. Hvert sæti var skipað og hefur ekki fjölmennari útskrift verið haldin í FSu í fjölda ára.

Nemendurnir sem brautskráðust luku námi af níu skilgreindum stúdentsbrautum, einn nemandi af grunnmentabrú, ellefu af starfsbraut, þrettán af húsasmíðabraut, tíu af rafvirkjabraut og fimm nemendur af vélvirkjabraut.

Fjöldi einstakra viðurkenninga var veittur en bestum heildarárangri náði Bjarni Már Stefánsson af náttúrufræðibraut. Auk hans fengu sérstaka viðurkenningu fyrir heildarárangur frá hollvörðum skólans þær Júlía Lis Svansdóttir og Hildur Tanja Karlsdóttir.

Fyrri greinVill sjá vallarmetið slegið
Næsta greinKatla María snýr heim