Bjarni í nefnd um auðlindamál

Bjarni Harðarson á Selfossi er einn nefndarmanna í nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vikunni um stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum.

Bjarni er tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en hann starfar sem upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Aðrir nefndarmenn eru
Arnar Guðmundsson, Indriði H. Þorláksson, Svanfríður Jónasdóttir, Gunnar Tryggvason og Álfheiður Ingadóttir.

Hlutverk nefndarinnar er í meðal annars að setja fram almenna og heildstæða stefnumörkun varðandi ráðstöfun nýtingarréttar á auðlindum og ráðstöfun ýmissa réttinda sem ríkið ræður yfir, svo sem nýtingarréttar á þjóðlendum, vatnsafli, jarðvarma, ferskvatni, fiskistofnum, fjarskiptatíðnum, námum og kolvetnum í jörðu, auk losunarheimilda.

Í öðru lagi er nefndinni ætlað að móta almenna stefnumörkun um ráðstöfun þess arðs sem hlýst af nýtingu auðlindanna og hinna takmörkuðu gæða og í þriðja lagi skal nefndin marka stefnu um umsýslu framangreindra réttinda og arðs af nýtingu þeirra.

Fyrri greinFjölgar í FSu
Næsta greinFerðamenn jákvæðir þrátt fyrir erfiðar aðstæður