Bjarni Hlynur ráðinn sveitarstjóri tímabundið

Bjarni Hlynur Ásbjörnsson tók tímabundið við starfi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um síðustu mánaðamót og mun hann gegna starfinu til 1. október næstkomandi.

Kristófer Tómasson verður í leyfi á sama tíma.

Bjarni, sem er með BS í tölvunarfræði og MS í stjórnun og stefnumótun, hefur víðtæka starfsreynslu. Hann hefur rekið sitt eigið fyrirtæki frá árinu 2004 á sviði ráðgjafar í upplýsingatækni, rekstrar og stefnumótunar. Auk þess hefur Bjarni starfað hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og sem framkvæmdastjóri tveggja nýsköpunar fyrirtækja. Hann var einnig kerfisstjóri Sláturfélags Suðurlands um langt árabil.

Bjarni og kona hans hafa stundað hrossarækt í smáum stíl í Kílhrauni frá árinu 2004.

Fyrri greinTíu sækja um Breiðabólsstaðarprestakall
Næsta greinMarkalaust í Laugardalnum