Bjarni Hlynur ráðinn

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur ráðið Bjarna Hlyn Ásbjörnsson sem verkefnastjóra og ráðgjafa.

Bjarni hóf störf þann 15. ágúst sl. en hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og BS í tölvunarfræði með viðskiptavali frá HR. Hann hefur m.a. unnið hjá O.K Hull ehf., O.K. Prosthetics ehf. og Sláturfélagi Suðurlands. Bjarni er búsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, giftur og á þrjá syni.

Fjórir starfsmenn starfa hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands sem er með höfuðstöðvar á Selfossi og starfsstöð í Vestmannaeyjum. Starfssvæði félagsins nær yfir Suðurland frá Lómagnúp í austri að Hellisheiði í vestri ásamt Vestmannaeyjum.

Markmið félagsins er að efla og örva atvinnulíf á Suðurlandi með ráðgjöf og styrkjum til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila. Félagið er einnig umsjónaraðili með Vaxtarsamningi Suðurlands.

Fyrri greinHSu greiðir kjarabætur úr eigin vasa
Næsta greinDagbók lögreglu: Þrír undir áhrifum fíkniefna