Bjarni hættur í Vg

Bjarni Harðarson, varabæjarfulltrúi Vinstri grænna í Árborg, hefur sagt sig úr flokknum. Bjarni birti grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gagnrýndi forystu flokksins harðlega vegna Evrópumála og annarra mála.

“Ég hef tilkynnt formanni Vg í Árborg um úrsögn mína og reikna með að hann leysi mig undan trúnaðarstörfum,” sagði Bjarni í samtali við sunnlenska.is en auk þess að vera varabæjarfulltrúi hefur Bjarni setið í framkvæmda- og veitustjórn Árborgar.

Sædís Ósk Harðardóttir á Eyrarbakka, sem var í 3. sæti listans í síðustu sveitarstjórnarkosningum, hefur áður sagt sig úr flokknum svo væntanlega mun Andrés Rúnar Ingason, sem skipaði 4. sæti framboðslistans, taka stöðu varabæjarfulltrúa en hann hefur einnig verið varamaður Bjarna í framkvæmda- og veitustjórn.

Fyrri greinTrönuspjallið sló í gegn
Næsta greinBæjarjólatréð fellt í Borgarhrauninu